Grænfánahátíð

Á fimmtudag verður mikil hátíð í Dalvíkurskóla þegar fulltrúar Landverndar færa okkur Grænfánann. Dagskráin hefst kl. 12:30 og stendur til 13:30. Við hvetjum alla sem tök hafa á að koma í heimsókn.

Dagskrá:
·           Ávarp skólastjóra
·           Ávarp fulltrúa verkefnisstjórnar Dalvíkurskóla
·           Tónlistaratriði undir stjórn Ármanns Einarssonar
·           Ávarp nemenda í umhverfisnefnd
·           Ávarp bæjarstjóra, Svanfríðar Ingu Jónasdóttur
·           Tónlistaratriði undir stjórn Ármanns Einarssonar
·           Ávarp fulltrúa Landverndar og afhending Grænfánans
·           Grænfáninn dreginn að húni
·           Veitingar