Á hverju hausti er útivistardagur í Dalvíkurskóla en þá ganga nemendur skólans fyrirfram ákveðnar gönguleiðir, miskrefjandi eftir aldri nemenda.
Markmið göngudagsins falla vel að grunnþáttum menntunar í heilbrigði og velferð en þar er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum um að temja sér heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Markvisst hreyfiuppeldi leggur grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri færni nemenda.
Markmið Göngudags Dalvíkruskóla eru: Að efla heilbrigði, félagsfærni og náttúrulæsi
•Auka þátt útiveru, hreyfingar og hollustu í skólastarfinu
•Auka félagsfærni, kynnast samnemendum og starfsmönnum skólans í öðrum aðstæðum en hefðbundnu skólastarfi
•Læra um sitt nærumhverfi, örnefni, landslag og sögur sem tengjast svæðinu
•læra um gróður og jurtir
Auk þess sem nemendur kynnast hver æskilegur búnaður er í gönguferðum s.s. hvernig klæðnaður hentar í dagsgöngu, að klæða sig samkvæmt veðri og læra að ganga í hóp með fararstjóra og fylgja reglum sem gilda um slíkar ferðir.
Göngudagur Dalvíkurskóla er áætlaður fimmtudaginn 1. september ef veður leyfir. Nánari upplýsingar verða sendar heim miðvikudaginn 31. ágúst. Við biðjum foreldra um að huga að klæðnaði nemenda fyrir þann tíma. Foreldrar eru velkomnir í gönguferðirnar.