1. Í ensku í voru krakkarnir að læra ensku heitin á fatnaði. Þau útbjuggu ferðatösku og föndruðu fatnað sem þau límdu í ferðatöskuna. Enska heitið á flíkinni var síðan skrifað á fötin. Þetta var skemmtileg vinna og voru allir nemendur afar jákvæðir og virkir. Sjá myndir.
2. Krakkarnir í eru byrjuð að fræðast um líf og störf Astridar Lindgren af fullum krafti. Hér má sjá bókahillu sem krakkarnir útbjuggu með verkum Astridar og einnig eru myndir af sýningarbás sem settur var upp í stofunni til að vekja áhuga krakkanna og gefa þeim færi á að kynnast enn frekar verkum Astridar.
3. Í náttúrufræði í erum við búin að vera að vinna með bókina „Komdu og skoðaðu eldhúsið“ Þar höfum við verið að gera allskonar skemmtilegar tilraunir. Í síðustu viku vorum við að gera greinarmun á hveiti, lyftidufti, kartöflumjöli, flórsykri og hjartarsalti. Við smökkuðum á þessu öllu og vorum við sammála um það að flórsykurinn væri bestur og hjartarsaltið væri afar bragðvont og illa lyktandi. Núna erum við að rannsaka hversu fljótt matvæli mygla ef þau eru geymd við stofuhita og súrefnið leikur um þau. Sjá myndir.