Fréttahornið - 2. og 5. bekkur

Fréttahornið - 2. og 5. bekkur

Á undanförnum vikum hefur DB blaðið birt fréttir úr skólastarfinu. Hér að neðan gefur að líta fréttirnar sem nemendur 2. og 5. bekkjar skrifuðu.

2. bekkur
Það sem af er vetri höfum við í 2. bekk haft útikennslu á stundatöflunni okkar. Viðfangsefnin sem við höfum verið að vinna með eru tengd náttúrufræði, stærðfræði, lífsleikni og íslensku. Hér kemur lýsing á nokkrum viðfangsefnum sem við höfum tekið fyrir:

Á haustdögum skoðuðum við gróðurinn, fórum yfir breytinguna sem verður á honum og fjölluðum lítilsháttar um hugtakið ljóstillífun.

Mynstur og speglun eru markmið sem tekin eru fyrir í 2. bekk og nýttum við okkur hluti úr umhverfinu í þeirri vinnu. Krakkarnir byrjuðu á því að finna nokkra hluti í umhverfinu sem þeir vildu nota í verkefnið sitt, síðan fórum við inn þar sem hver og einn byrjaði á því að búa til mynstur úr því sem þeir fundu úti og enduðu síðan á að spegla mynstrið.

Við höfum farið í ýmsa leiki hér á skólalóðinni meðal annars um sérnöfn, samnöfn, rím, starfrófið, samlagninu, frádrátt og fleira. Við notuðum kennsluaðferðina Leikur að læra í mörgum þessara leikja.

Í vinnu okkar með sléttar tölur og oddatölur fórum við í göngutúr um Dalvíkina þar sem við skoðuðum hvernig húsnúmerum er raðað upp og fundum út mynstrið sem þeim er raðað upp í.

Eftir áramótin höfum við gert tilraunir með snjó. Sú fyrri var að sjá hvernig rúmmál breytist, snjór yfir í vatn, vatn yfir í klaka. Einnig fylgdumst við með uppgufun vatns og tengdum við þessa vinnu við hringrás vatns.

Í seinni tilrauninni bjuggum við til ís úr mjólk sem var bragðbætt með súkkulaðisósu. Við settum mjólkurblönduna í lítinn poka og síðan settum við þann poka ofan í stærri poka sem innihélt gróft salt og snjó. Krakkarnir unnu saman í hópum og nudduðu rólega saman snjónum og saltinu, við þetta verða til hröð varmaskipti sem leiða til þess að mjólkurblandan frýs og úr verður gómsætur ís.
Kveðja frá okkur í 2. bekk í Dalvíkurskóla

5. bekkur

Frystihús Samherja
Eins og allir vita er verið að reisa nýtt frystihús sem á að vera flottasta frystihús í heimi, já ég meina FLOTTASTA frystihús í heimi. Mín upplifun er að það verði ekki til fyrir Fiskidaginn 2019 eins og sagt er. Frystihúsið verður meira og minna með róbótum sem sjá um vinnuna. Samherji er eigandi en byggingafyrirtækið Múnk er að reisa húsið, flestir starfsmenn Munk eru frá Lettlandi og búa þeir í húsnæðisgámum sem eru á vinnusvæðinu.

Frystihúsið er staðsett við bryggjuna en henni verður breytt og stækkuð svo Björgúlfur og aðrir fiskitogarar komast beint með fiskinn í vinnslu. Þar er fiskurinn flakaður, snyrtur og pakkað.

Höfundur: Rakel Sara Sig. 5. bekk Dalvíkurskóla

 

Árshátíð Dalvíkurskóla 2019
Dalvíkurskóli heldur ársátíð á hverju ári og á hverju ári er þema í skólanum. Í ár er þemað íslenskt grín. Sumir nemendur í 10. bekk eru sviðsmenn, sumir sjá um tjöldin á sviðinu og oft er einhver að taka upp öll atriðinn. Allir bekkir eru að leika mismunandi verk. Dalvíkurskóli er með stóran sal fyrir árshátíð og margar aðrar hátíðir og viðburði sem eru í skólanum. Foreldrar og ættingjar koma og horfa á atriðin og hafa gaman af.

Höfundur: Davíð Þór Friðjónsson 5. bekk Dalvíkurskóla

 

HVERNIG ER LÍF Í LETTLANDI
Það er sól marga daga sem skín á náttúruna, náttúran er flott, hún er björt og skemmtileg. Það er staður sem heitir Jūrmala og þar er Akvaparks sem er sundstaður og er margt að skoða. Þar er mikið sem er ódýrt þar til að lífa. Þar eru öðruvísi peningar þar, sem eru Euros eða Evrur, til að kaupa það sem við þurfum. Ég kem frá Lettlandi, borg sem heitir Cēsis og þar hefur verið létt að lifa. Ég á stóra fjölskyldu og 12 frændur en mamma mín á 12 systkini og ég fer í heimsókn til Lettlands 1-2 á ári.

Höfundur: Raivo Janevice 5. bekk Dalvíkurskóla

 

Dalvíkurskóli
Mér finnst Dalvikurskóli nokkuð góður skóli en það er mikið að læra. Í ensku erum við að nota öpp sem heita LiteracyPlanet og Flippity, þessi öpp eru ensk og kenna börnum að læra meiri ensku. Það er hollur og góður matur í skólanum. Kennarar eru mjög góðir en stundum smá strangir ef við erum ekki að hlusta og erum með mikil læti. Það er líka tímar sem heita krakkaspjall en það er þegar við erum að spjalla við kennara um samskipti, vináttu og alls konar. Við erum líka í verkgreinum þar erum við í handmennt, heimilisfræði, myndmennt, smíðum og upplýsingatækni. Svo erum við krakkarnir allir vinir hér í skólanum.

Höfundur: Heiðrún Elísa Aradóttir  5. bekk Dalvíkurskóla