Undanfarinn mánuð hafa nemendur 8. og 9.bekkjar tekið þátt í stærðfræðikeppnum.
Önnur keppnin er haldin á vegum MTR og FNV og taka 9.bekkingar af Norðurlandi Vestra og Tröllaskaga þátt. Undankeppnin fer fram í hverjum skóla fyrir sig og komast síðan 17 stigahæstu nemendur í úrslit. Í ár átti Dalvíkurskóli þrjá nemendur í úrslitum og óskum við þeim Guðfinnu, Vigdísi og Viktori til hamingju með frábæran árangur.
Hin keppnin kallast Pangea stærðfræðikeppnin og koma keppendur alls staðar að af landinu. Allir nemendur 8. og 9. bekkjar Dalvíkurskóla tóku þátt. Fyrsta umferð er opin öllum, í aðra umferð komast stigahæstu nemendur af Norðurlandi og í úrslit komast 35 stigahæstu nemendur af öllu landinu. Þrír nemendur komust í úrslit, en það voru Styrmir í 8.bekk og þær Guðfinna og Vigdís úr 9.bekk .
Starfsfólk Dalvíkurskóla óskar þessum nemendum til hamingju með framúrskarandi árangur í stærðfræði.