Kæru foreldrar / forráðamenn barna í Dalvíkur- og Árskógarskóla
Börn sem skráð voru í mat í lok síðasta skólaárs byrja í mat fyrsta skóladag n.k þriðjudag, nema að áskriftinni verði sagt upp á með pósti á netfangið skolamaturdalvik@gmail.com.
Mikilvægt er að nýjar umsóknir berist skólanum sem fyrst.
Einnig er hægt er að sækja um áskrift á dallas.is (á link sem heitir sækja um skólamat ) Verð fyrir máltíð er 380 kr.-
Við viljum hvetja foreldra til að vera dugleg að kíkja við í hádeginu og smakka á því sem er í boði hverju sinni.
Unnið er eftir stefnu Lýðheilsustofnun það sem mælst er til að fiskur sé á borðum tvisvar í viku .
Mikilvægt er að jákvæð umræða eigi sér stað heima fyrir og á það sérstaklega vel við varðandi fiskineyslu almennt.
Matseðla er að finna á heimasíðu Dalvíkurskóla og Árskóarskóla
Með bestu kveðju
Veisluþjónustan