Frá eineltisteymi

Sælir foreldrar/forráðamenn Dalvíkurskóla 

Fulltrúar eineltisteymis skólans funda hálfsmánaðarlega. Teymið fer yfir mál nemenda, skipuleggur fræðslu og er ráðgefandi fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra skólans.  

Leiki grunur á, að um einelti sé að ræða er mikilvægt að hafa samband við eineltisteymið. Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að vinna að því að uppræta einelti í Dalvíkurskóla! 

Dalvíkurskóli starfar eftir Olweusaráætlun gegn einelti og á heimasíðu skólans má finna áætlunina ásamt aðgerðaráætlun skólans. 

Eineltisteymið hefur skipulagt fræðslu sem verður næsta þriðjudag, 12.maí. Þá fáum við Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmann og fyrrverandi nemanda úr Dalvíkurskóla í heimsókn. Hann ætlar að ræða við alla nemendur skólans um mikilvægi góðra samskipta. Við hlökkum til að fá hann í heimsókn.

Með kveðju, eineltisteymi Dalvíkurskóla

Guðný Jóna, Klemenz, Matthildur og Valdís

eineltisteymi@dalvikurbyggd.is