Dagur íslenskrar tungu er haldinn árlega þann 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Ýmislegt verður gert í skólanum til að minnast dagsins, t.d. markar dagur íslenskrar tungu upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk og Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk þ.s. áherslan er á framsögn og upplestur.
Jónas Hallgrímsson fæddist þann 16. nóvember 1807 að Hrauni í Öxnadal og dó þann 26. maí 1845 í Kaupmannahöfn. Hann var skáld og náttúrufræðingur. Hann var afkastamikill rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi og var einn af stofnendum tímaritsins Fjölnis. Hann dó í Kaupmannahöfn árið 1845. Árið 1995 var ákveðið að fæðingardagur Jónasar yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert og var fyrst haldið upp á daginn 1996. Dagurinn er fánadagur og skal draga fána á stöng á húsum opinberra stofnana. Einnig fer vel á því að aðrir dragi fánann að hún á degi íslenskrar tungu.