Í dag fá forráðamenn senda í gegnum mentor eineltis- og aðgerðaráætun Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Eineltisteymið vill beina því til forráðamanna að kynna sér þessi gögn því einelti kemur öllum við. Hjálpumst að og verndum börnin okkar.
Eineltis- og aðgerðaráætlunin er einnig aðgengileg á heimasíðu Grunnskóla Dalvíkurbyggðar. Minnum á netfangið eineltisteymi@dalvikurbyggd.is ef þið viljið koma einhverju á framfæri við teymið eða ef þið hafið hugmyndir um gott efni t.d. af netinu til þess að nota í fræðslu fyrir nemendur.