Háskólinn á Akureyri, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og grunnskólar í Eyjafirði stóðu fyrir sameiginlegri dagskrá í gær á Degi íslenskrar tungu. Nemendur í grunnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu lásu upp ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og dagskráin fór fram í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Fulltrúi frá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar var Ýmir Valsson í 8. bekk sem stóð sig virkilega vel. Dagskráin var mjög fjölbreytt og meðal annars sagði Guðmundur Engilbertsson sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar frá niðurstöðum rannsóknar á lestrarvenjum barna í fjórum löndum Evrópu.