Í næstu viku tökum við á móti samstarfsfólki okkar í Comeniusarverkefninu okkar NIFE, Natural Ideas for Europe. Verkefnið er unnið í samstarfi við sex aðra skóla í fimm löndum; Finnlandi, Þýskalandi, Belgíu, Írlandi, Ítalíu og Slóveníu, og fjallar um umhverfismál. Með kennurunum koma nokkrir nemendur sem gista í heimahúsum. Gestirnir okkar koma seint á laugardagskvöld og þeir síðustu fara heima á fimmtudag. Á meðan heimsókninni stendur verður afrakstur verkefnavinnu síðustu vikna kynntur og næstu verkefni skipulögð. Auk þess verður farið í hvalaskoðun, dagsferð til Mývatns, Byggðasafnið heimsótt og farið á hestbak.