Burt með lúsina!

Kæru foreldrar

Því miður erum við enn að fá tilkynningar um höfuðlús í skólanum. Nú er svo komið að við þurfum öll að standa saman og hafa hendur í hári lúsarinnar og losna við hana í eitt skipti fyrir öll. Með ykkar aðstoð þarf að lúsakemba reglulega næstu vikurnar og láta vita ef lús finnst. Munið að nokkurn tíma tekur áður en egg lúsarinnar klekjast út. 

Til þess að finna út hvor viðkomandi hefur smitast af höfuðlús þarf að kemba hárið með lúsakambi (sem fæst í apótekum). Snjallt er að gera þetta alltaf reglulega yfir árið, 1x í viku eða aðra hverja viku til þess að forðast útbreiðslu.

Gott væri ef þið rædduð eftirfarandi ráðleggingar við börnin ykkar:

* Geyma húfur og buff í úlpuerminni

* Ekki lána hárbursta, greiður eða skiptast á höfuðfötum

* Stelpur með sítt hár hafi það bundið (ekki slegið)

Í viðhengi eru ítarlegar leiðbeiningar varðandi kembingu, og hvað á að gera ef lús finnst í hári. 

 

Með kveðju,

stjórnendur Dalvíkurskóla og skólahjúkrunarfræðingur