ART-þjálfun

Í vetur munu nemendur 2., 6. og 9. bekkjar fá ART – þjálfun. Síðastliðinn fimmtudag var ART-ið kynnt fyrir foreldrum á fjölmennum fundi. ART er markviss samskiptaþjálfun þar sem unnið er með félagsfærni, sjálfstjórn og siðfræði í ákveðinn tíma. Í skólanum starfa þrír ART þjálfar þau Guðný Jóna Þorsteinsdóttir, Katrín Fjóla Guðmundsdóttir og Magni Þór Óskarsson og munu þau sjá um kennsluna. Í framtíðinni er stefnt að því að ART-ið verði árlega í boði fyrir ofangreinda bekki.