Árshátíð Dalvíkurskóla - auglýsing

Árshátíð Dalvíkurskóla
- Skipulag fyrir 1.-10.bekk
Þriðjudagur 27. mars
 
Skólasýning fyrir 1.-5. bekk kl. 9:00
Skólasýning fyrir 6.-10. bekk kl. 11:30
Almenn sýning kl. 17:30
 
  • Nemendur mæta þennan dag samkvæmt venju kl. 8:00. Allir verða hjá umsjónarkennara þar til skóladegi lýkur og þá fara allir heim. Engar valgreinar e.h.
  • Nemendur 1.-3. bekkjar mæta aftur kl. 17:00. Rútur fara frá upphafsstöðum kl. 16:40 og áætluð koma um 17:00 í skóla.
  • 4.-6. bekkur mætir kl. 17:15.
  • 7.-10. bekkur: Umsjónarkennarar láta nemendur vita hvenær þeir eiga að mæta.
  • Nemendur mæta með sitt nesti eins og venja er. Salurinn er upptekinn í hádeginu, en öllum nemendum er boðið upp á létta máltíð í sinni skólastofu.

ATH! EKKI ÞRÍFA ANDLITSMÁLNINGU AF Á MILLI SÝNINGA!

Miðvikudagur 28. mars
 
Almennar sýningar kl. 15:00 og 18:00.
  • Venjulegur skóladagur, síðan verða nemendur 1. -4. bekk hjá umsjónarkennara þangað til þeirra atriði lýkur á fyrri sýningunni, en þá fara allir nemendur heim. Það verður á bilinu kl. 15:30 og 15:45. Engar valgreinar e.h.
  • Nemendur mæta með nesti eins og venja er. Salurinn er upptekinn í hádeginu, en nemendur í mataráskrift borða hádegismat í heimastofu. 
  • Gott er að hafa með sér smá aukanesti til að borða áður en fyrri sýning hefst.
  • Allir nemendur á yngra stigi eiga að vera mættir aftur stundvíslega kl. 17:45 og fara aftur heim að loknu þeirra atriði, á bilinu 18:15 – 18:45.

  • Foreldrar eru beðnir að sýna því skilning að almennu sýningarnar eru ekki ætlaðar nemendum. Verð fyrir fullorðna er 800 krónur.
  • Nemendur 10. bekkjar selja léttar veitingar í hléi.
  • Ef áhorfendur þurfa að yfirgefa salinn áður en sýningu er lokið, vinsamlegast gerið það í hléi til að truflun verði sem minnst.
  • Svona sýningu fylgir alltaf einhver aukavinna og eflaust verða margir þreyttir að loknum sýningum. En með góðri samvinnu verður þetta hið besta mál, reynum að brosa framan í heiminn og hafa gaman að þessu öllu saman! J
  • Það væri gott ef einhverjir foreldrar sæju sér fært að vera með okkur og hjálpa okkur að halda utan um hópinn í kringum sýningarnar.
                
Með árshátíðarkveðju, kennarar og starfsfólk Dalvíkurskóla.