Nú nálgast árshátíð Dalvíkurskóla óðfluga og nemendur æfa af kappi fyrir sýningar sem verða miðvikudaginn 20. og fimmtudaginn 21. mars. Árshátíðin er að þessu sinni helguð Astrid Lindgren og verkum hennar. Síðustu vikur hafa nemendur unnið ýmis verkefni tengd ævi og störfum Astridar sem prýða nú veggi skólans. Ýmsar þekktar sögupersónur s.s. Lína Langsokkur, Emil í Kattholti, Maddit og fleiri hressir krakkar verða örugglega á vegi sýningargesta og hvetjum við alla til að koma á sýningu og kynnast þeim nánar.
Sýningar verða sem hér segir:
Miðvikudag 20. mars - Nemendasýningar kl. 8:30 og 11:00 og almenn sýning kl. 17:30.
Fimmtudag 21. mars- Almennar sýningar kl. 14:00 og 17:00.
Miðaverð á almenna sýningu er kr. 800,-