Á fimmtudaginn í síðustu viku var 4. og 5. bekk í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla boðið á leikritið Bláa gullið sem fjallar um vatnið okkar. Leikritið var sýnt í Menningarhúsinu Hofi Akureyri. Allir skemmtu sér vel enda leikritið bæði skemmtilegt og fróðlegt. Til að nýta ferðina sem best var ákveðið að heimsækja Minjasafnið á Akureyri í leiðinni og þar var tekið vel á móti okkur. Þar gafst krökkunum tækifæri til að skoða landnámssýninguna og ýmsa gamla muni sem tengjast sögu Akureyrar. Nesti var borðað utandyra áður en leikritið hófst. Þetta var góð ferð í alla staði og viljum við þakka börnunum fyrir einstaka prúðmennsku og skemmtilega ferð. Hér eru myndir úr ferðinni.