Sæl og blessuð starfsfólk Dalvíkurskóla.
Í dag fékk ég kærkomna heimsókn frá skólanum, það voru snillingarnir Rúnar Smári og Pétur Geir í árlegri aðventuheimsókn. Rósa var með í för. Þeir hafa árum saman séð um hurðarkransinn minn og snjókallinn ásamt að sækja jóltré í bílskúrinn, moka snjó og fl. Eftir þetta fáum við okkur hressingu saman og spjöllum.
Það er ekki ónýtt að eiga góða að þegar maður er á hækjum og getur ekki sinnt daglegum athöfnum. Færi ég þeim kærar þakkir og var umræða um hvernig ég færi að næsta ár. Báðir sögðust verða í MT, frábært hjá þeim. Það kemur í ljós hver tekur við af þeim, vonandi getum við haldið í þessa hefð. Hafið það gott elskurnar og njótið aðventunnar,
kær kveðja Herborg