Á miðvikudaginn var fórum við í gönguferð upp í skógarreit, ekki síst til að fá okkur súrefni og orku fyrir átök seinnipartsins, en þá voru tvær sýningar á árshátíðinni. Í reitnum ræddum við um vorkomuna og hvernig náttúran breytist á vorin. Krakkarnir sáu meðal annars skógarþröst og rjúpu, en sem betur fer er lítið farið að bera á brumi á trjánum ennþá, enda marsmánuður ekki liðinn og því allra veðra von.
Ljósmyndari fylgdist síðan með undirbúningi árshátíðaratriðis og síðan Draugadansinum sjálfum á sviðinu, en krakkarnir stóðu sig afar vel.
Hér eru myndir frá deginum.