Í teyminu okkar í 1. og 2. bekk, Einn, tveir og nú, höfum verið að vinna verkefni um tré nú í september og október.
Fyrsta verkefnið snerist um að mæla hæð trjáa með vísindalegum aðferðum. Síðan var gerð skýrsla og niðurstöður skráðar samviskusamlega. Næst var gerð harmonikkubók um tré á öllum árstíðum. Að lokum var verkefni sem vann með ýmiskonar skynjun í tengslum við tré; sjón, heyrn, lykt og snertingu. Þetta stóra verkefni um tré er búið að vera mjög skemmtilegt og vonandi eru börnin margs vísari.
Hér eru myndir sem sýna þessa vinnu.