Í tilefni af degi stærðfræðinnar unnum við í 1. EoE að skemmtilegu tröllaverkefni. Tröll urðu fyrir valinu því erum í stóru tröllaverkefni í byrjendalæsinu um þessar mundir. Bekknum var skipt í fjóra hópa og flökkuðu hóparnir á milli fjögurra stöðva þar sem voru mismunandi verkefni. Á tveimur stöðvum spiluðum við á tröllaspil, annars vegar veiðimann og hins vegar olsen olsen upp og niður. Á þriðju stöðinni var unnið með tröllaspor úr maskínupappír, sporið var til dæmis mælt og borið saman við barnsfætur. Á fjórðu stöðinni var unnið með tröllaskref og þá mældum við til dæmis hvað tröllaskref er langt og hvað tröll tekur mörg skref frá stofunni okkar að bókasafninu eða niður í matsal. Við skemmtum okkur mjög vel í þessum stærðfræðiverkefnum og vorum dugleg að vinna saman og hjálpast að. Hér má sjá myndir.