Grænfáni

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. 

 

Umhverfissáttmáli Dalvíkurskóla

 Umhverfissáttmáli Dalvíkurskóla var unninn af nemendum í 9.bekk, Dalvíkurskóla, veturinn 2015-­2016. Verkefnið var lagt fyrir í náttúrufræði af Unni Hafstað kennara, sem kom þó ekkert að verkefninu fyrir utan að gefa fyrirmæli um að það skyldi vera umhverfistengt. Lagið er í dag nýr umhverfissáttmáli Dalvíkurskóla, enda viðlagið grípandi og höfðar til yngri sem eldri nemenda.

 

Ekki menga  

Lag og texti: Helgi Halldórsson, Ragnar Freyr Jónasson, Sveinn Margeir Hauksson og Viktor Hugi Júlíusson, Dalvíkurskóla

https://www.youtube.com/watch?v=vbS5eNStF1w

Rappararnir Sveinn og Hugi takast á við Helga og RappRagga, en þeir síðarnefndu vilja

lítið með umhverfið hafa. Tekst Sveini og Huga að snúa þeim til betri vegar?

 

Ekki menga

Ég er hér að labba niður Karlsbraut,

oh my god það er allt að fara í graut,

svo sé ég dós liggja á kantsteini,

ekki er þetta frá Þorsteini.

Fokk strákar ég nenni ekki að flokka,

kannski þyrfti ég að fara út að skokka,

oj þetta er ógeð og ég fer ekki á hjóli,

Hvað ertu að gera þetta er grænfánaskóli.

Það ætti að hafa ykkur í bandi,

því að þið eruð alltaf mengandi,

henda svo rusli í ruslatunnur,

þetta er @kennaraunnur.

 

Viðlag:

Þú veist að mengun skaðar,

ekki menga ekki ekki menga,

drepur dýr allstaðar,

ekki menga ekki ekki menga.

þið drepið umhverfið,

ekki menga ekki ekki menga,

fer illa með vistkerfið,

ekki menga ekki ekki menga.

 

Ég mun aldrei fara að flokka þótt ég þurfi það

frekar mun ég flytja á betri stað,

ég segi að við búum til álver bara til að menga fyrir Íslandi,

ég mundi alltaf vera mengandi,

mér er alveg sama um vistkerfið,

frekar flý ég uppí sólkerfið.

Hey strákar hlustið þið á mig,

líttu í spegil og horfðu aðeins á þig,

ef þið hjólið þá mengið þið ekki,

allt verður betra þetta er heimur sem ég þekki.

 

Viðlag

RappRaggi kannski er þetta rétt,

hættum þessu núna því að þetta er skítlétt,

kaupum okkur hjól og hættum að menga,

hættum líka því að vera alltaf að sprengja.

Æji Helgi ég nenni þessu ekki,

getum við ekki bara drukkið mjólk og kekki,

ég er frekar hræddur við gróðurhúsaáhrifin

og ég vil kannski fara að nota hin spilin.

 

Umhverfisvæn ráð

·          Ekki fleygja rusli á almannafæri.Gættu þess að skilja aldrei eftir sorp á götunni, í náttúrunni og sérstaklega ekki nærri niðurföllum. Það getur stíflað og valdið tjóni. Hagnýttu þér sorpílát á almannafæri. Þau eru allsstaðar og eru ætluð til einmitt þessara nota.

·          Gættu þess að fá næga hreyfingu.Í stað þess að aka er ráðlegt að ganga, hjóla eða fara með strætisvagni. Með því móti bætir þú heilsuna en, að auki dregur þú úr umferð, loftmengun, hávaða og dregur úr slysahættu.

·          Skrúfaðu fyrir vatnið. Gættu þess að sóa ekki vatninu t.d. þegar þú burstar tennurnar. 

·          Með því móti sparast 10 L. vatns í hvert skipti.

 

Endurvinnsla

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna en best er að forðast að kaupa „rusl . Flest sveitarfélög taka á móti helstu endurvinnsluflokkum og er þar stuðst við Fenúrflokkana. Með skipulagi heimafyrir og í skólanum getur flokkunin verið skemmtileg fyrir alla fjölskyldumeðlimi og skilagjald á áldósum og gosflöskum getur verið góð tekjulind fyrir fjölskyldur.