Byrjendalæsi

Byrjendalæsi er kennsluaðferð ætluð yngri börnum. Kennsluaðferðin hefur verið mótuð og þróuð við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri.


Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni.
Byrjendalæsið nær til allra þátta móðurmálsins, því er vinna með tal, hlustun, lestur og ritun felld saman í eina heild.
Gengið er út frá því að börn þurfi lesefni sem kveikir áhuga þeirra, að textinn sé merkingarbær, ýti undir ímyndunaraflið og hvetji nemendur til gagnrýnnar hugsunar. Jafnframt er áhersla á aukinn orðaforða, lesskilning og ritun.
Stór þáttur í aðferðinni er að læra að hlusta og taka eftir, læra ný orð, muna söguþráð og geta sagt frá.


Vinnubrögð eru fjölbreytt og kalla á samvinnu nemenda. Þjálfun nemenda fer að talsverðu leyti fram í gegnum leik að ýmsu tagi.


Byrjendalæsi fellur vel að einstaklingsmiðuðu námi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka færni í lestri hlið við hlið. Allir fá sama grunn en einstaklingsþörfum er mætt innan nemendahópsins.