Erasmusverkefnið EARLY

EARLY - Education Advancements through Robotics Labs for Youth, er tveggja ára Erasmus+ verkefni sem snýr að kennslu í forritun og þrívíddarhönnun/prentun 6-13 ára barna og notkun vélmenna (róbóta) í kennslu. Við höfum búið til risastóran gagnagrunn þar sem hægt er að finna alla þá róbóta sem notaðir eru í kennslu í Evrópu og ýmiskonar upplýsingar um þá. Við höfum gert 25 ný kennslumyndbönd um róbóta og síðan verða gerðar 25 kennsluáætlanir þar sem kennslumyndböndin nýtast. Að verkefninu loknu verður tilbúin vefsíða með öllum þessum upplýsingum.

Aðilar að þessu verkefni eru:

  • Dalvíkurskóli á Dalvík, Íslandi
  • Smedsby-Böle Skole í Korsholm, Finnlandi
  • Centrum Edukacyjne EST í Wadowice, Póllandi
  • Scuola di Robotica í Genoa, Ítalíu
  • Tartu Katoliku Hariduskeskus í Tartu, Eistlandi

 

Heimasíða verkefnisins:

 https://edurobots.eu/

Facebooksíða verkefnisins:

https://www.facebook.com/pg/edurobotserasmus/posts/?ref=page_internal