Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf nemenda Vinnuskóla sumarið 2024.

Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf nemenda Vinnuskóla sumarið 2024.

Öll ungmenni sem stunda nám í grunnskólum Dalvíkurbyggðar og eru fædd á árunum 2008, 2009 og 2010 geta sótt um. Einnig er hægt að sækja um ef nemandi á a.m.k. annað foreldrið með lögheimili í Dalvíkurbyggð.

Nákvæmari upplýsingar um vinnutíma og vinnutilhögun verður í kynnt á kynningarfundi að loknum umsóknarfresti.

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí nk.

Umsækjendur þurfa að sækja um starfið í gegn um Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Umsækjendur skrá sig inn á þjónustugátt með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Þegar komið er inn í þjónustugáttina er farið á „Atvinnuumsókn“ og umsóknarformið “Atvinnuumsókn - Sumar 2024 - Nemendur vinnuskóla” fyllt út og sent inn. Staðfesting á skráningu í Vinnuskólann berst eftir að umsóknarfresti lýkur.

Athugið að foreldrar geta ekki sótt um í fyrir börn sín þar sem skráning verður sjálfkrafa á kennitölu þess sem skráir sig inn. Einnig þurfa umsækjendur að skrá launareikning í sinni eigin eigu

Nánari upplýsingar veitir undirrituð:
Helga Íris Ingólfsdóttir
Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar
helgairis@dalvikurbyggd.is