Vel heppnuð vinabæjarferð til Noregs. 
Hópur á vegum Dalvíkurbyggðar fór til Hamars á vinabæjarmót á dögunum. Á fundinn mættu auk fulltrúa frá Dalvíkurbyggð, fulltrúar frá Hamri, Lundi í Svíþjóð og Borgå í Finnlandi.
Fundurinn gekk ljómandi vel og margt áhugavert var rætt auk þess sem sveitarfélagið var kynnt í bak og fyrir, yfirskrift fundarins var öryggismál í breyttum heimi. Þar sem hlutverk sveitarfélaga í aðstæðum eins og stríði eða vegna náttúruhamfara voru rædd.
Hópurinn fékk svo að skoða helstu staði í Hamri og kynna sér stjórnsýsluna þar. Svona heimsóknir eru mjög fræðandi og kom hópurinn heim með mikið af pælingum og hugmyndum sem heimfæra mætti yfir á okkar sveitarfélag. Tengslanet á borð við þau sem skapast í svona vinabæjarsamstarfi eru mjög mikilvæg og virkilega áhugavert hvernig stærri sveitarfélög á norðurlöndunum eru að vinna sín mál og margt sem við getum tileinkað okkur en einnig höfum við þó nokkuð fram að færa til þess að kynna og upplýsa þau um.

