Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2025

Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2025

Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2025

Á 32. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 16. maí sl. var ákveðið að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 12.-13.september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 19.-20. september. Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holárafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði 4. október.