Sameiginlegir vetrarleikar Káta- og Krílakots var haldinn í dag í blíðskapaveðri. Bjarni sveitastjóri setti leikana og renndi hann sér niður fyrstu ferðina á skíðum.
Vinabekkurinn okkar 5. bekkur úr Dalvíkurskóla kom og aðstoðuðu þau börnin í brekkunni og renndu sér með þeim. Ekki var hægt að sjá annað enn að allir börn, foreldrar og kennarar hafi skemmt sér mjög
vel við að þeytast niður brekkurnar á sleðum, þotum og þoturössum. Yngstu börnin renndu sér inni á Krílakotslóðinni. Þökkum öllum þeim fjölmörgu foreldrum sem komu og áttu gleðilegan dag með okkur.