Skiptifaramarkaður

Skiptifaramarkaður

Komið sæl

Nú erum við búin að opna skiptimarkað í Krílakoti fytrir fatnað leikskólabarna.

Er barnið þitt vaxið upp úr fötunum sínum og vantar stærri? Er nýtt barn á leiðinni sem vantar minni föt?

Að koma upp skiptimarkaði fyrir fatnað leikskólabarna er eitt af Grænfánamarkmiðum Krílakots og ósk hefur komið frá foreldrum að opna slíkan markað. Við sáum þetta fyrirkomulag hjá leikskólanum Andabæ í Borgarbyggð og ákváðum að fá hugmyndina lánaða.

Hugmyndin er að foreldrar geta komið með flíkur sem ekki nýtast lengur, sett í viðeigandi kassa og fundið sér annað í staðinn. Þanngi stuðlum við að endurnýtingu og minnkum sóun.

Fötin skulu vera heil, hrein og án bletta. Vel gengið frá þeim og flokkuð eftir stærðum.

Mikilvægt er að við hjálpumst að við að halda markaðnum okkar snyrtilegum og passa að það fyllist ekki allt af fötum.

Bestu Grænfána kveðjur