Fiskidagurinn nálgast óðum og eru heimamenn að leggja lokahönd á undirbúning hátíðarinnar og skreytingum fjölgar víða um bæinn eftir því sem nær dregur. Tjaldsvæðin verða fjögur í ár, aðal tjaldsvæði Dalvíkur en ekið er inn á það við móts við Olís, einnig verður hægt að tjalda sunnan og vestan við sundlaugina og er hægt að komast að því við bílastæði sundlaugar og að ofnaverðu við enda Böggvisbrautar. Hægt verður að tjalda norðan og vestan við Kirkjuna á Dalvík sem og vestan við Ásgarð en ekið er inn á það svæði norðan við Ásgarð (Ásgarður er við bæjarmörkin, áður en komið er að Olís).
Fyrir þá sem vija kynna sér betur staðsetningar á korti má nálgast það hér.