Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Á fundi byggðaráðs þann 19. ágúst sl. Var samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytinga á gildandi aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar á Hauganesi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Frá ársbyrjun 2019 hefur verið unnið að deiliskipulagi þéttbýlisins á Hauganesi í Dalvíkurbyggð. Skipulagslýsing vegna deiliskipulagsins var auglýst í janúar 2019. Í upphafi verks var miðað við að deiliskipulagið yrði innan ákvæða gildandi aðalskipulags Dalvíkurbyggðar en nú er ljóst að breyta þarf afmörkun landnotkunarreita aðalskipulagsins og nokkrum ákvæðum þess til samræmis við þau skipulagsáform sem fyrir liggja.

Meginatriði áformaðra breytinga á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 eru:

  • Hafnarsvæði 751-H er stækkað til vesturs þar sem gert verður ráð fyrir nýjum verbúðum.
  • Íbúðarsvæði vestan og sunnan hafnarsvæðisins (753-Íb) er fellt út og afmörkun og landnotkun reits 753 breytt.
  • Afmarkað er afþreyingar- og ferðamannasvæði 753-AF.
  • Mörk íbúðarsvæðis 752-Íb eru lagfærð. Í deiliskipulag verður áhersla á að nýta lóðir innan núverandi byggðar.
  • Sandvík, sem nú er innan hafnarsvæðis, verður hluti aðliggjandi íbúðarsvæðis 752-Íb.
  • Opið svæði 754-O, íþróttasvæði, er minnkað.
  • Mörkum svæðis 755-Íb fyrir sjávarlóðir norðan núverandi byggðar er breytt lítillega.
  • Aðalgata 2 verður verslunar- og þjónustusvæði í stað íbúðarbyggðar.
  • Afmarkað er svæði fyrir skólpdælustöð norðan hafnarsvæðis.
  • Þéttbýlismörkum Hauganess er breytt og verður svæði innan þeirra 33,5 ha í stað 37,5 ha.

Hér má kynna sér skipulagslýsinguna

Umsögnum skal skila á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík eða með tölvupósti til skipulagsfulltrúa á netfangið helgairis@dalvikurbyggd.is fyrir 23. september 2021.