Hér má sjá lista yfir stofnanir og fyrirtæki í Dalvíkurbyggð og breytingar á opnun þeirra.
Þessi listi er uppfærður reglulega og um leið og nýjar upplýsingar berast.
Íþróttamiðstöðin lokar kl. 12 á hádegi í dag 30.10 og verður lokuð áfram vegna hertra sóttvarnaraðgerða.
Félagsmiðstöðin Týr verður einnig lokuð á meðan hertar aðgerðir eru í gildi. Lokunin þar tekur gildi strax í dag.
Bókasafnið og Menningarhúsið verður áfram lokað til að minnsta kosti 2. desember. Boðið verður upp á að panta bækur og sækja þær í Menningarhúsið alla virka daga milli 14.00-16.00.
Þar verður einnig hægt að skila bókum. Annars verður ekki hægt að fara inn í húsið. Bókaskutlið verður áfram í boði en aðeins keyrt út á þriðjudögum og fimmtudögum.
Það verður einnig áfram lokað fyrir gesti á héraðsskjalasafnið en hægt að senda erindi og fyrirspurnir á dalan@dalvikurbyggd.is og hringja í síma 460-4932 á meðan nýjustu tilmæli sóttvarnaryfirvalda eru í gildi.
Vegna fámennis og í ljósti hertra aðgerða verður opnunartími í þjónustuver skrifstofa Dalvíkurbyggðar styttur. Opið verður inn í þjónustuverið á milli 10.00 & 12.00 en hægt er að hringja í síma 460-4900 á milli 10.00-15.00. Alltaf er hægt að senda tölvupóst á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
HSN - Heilsugæslustöðin er opin frá kl. 8 til 16 en fólk er beðið að koma ekki á stöðina heldur hringja. Þeim sem verða að koma verður boðinn tími en við reynum að leysa sem mest í gegn um síma. Starfsfólki stöðvarinnar hefur verið skipt í tvo hópa sem ýmist eru á heilsugæslustöðinni eða starfa heima. Af þessum sökum verðum við forgangsraða í þjónustunni. Það sem getur beðið er slegið á frest. SJá nánari breytingar hér.
ATH! Mikilvægt er að koma alls ekki á heilsugæsluna ef þið finnið fyrir einkennum sem geta vakið grun um COVID sýkingu. Hringið í okkur til að fá tíma í sýnatöku.
Tekin hefur verið ákvörðun um að loka þjónustuskrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík um óákveðinn tíma.
Kjörbúðin heldur óbreyttum opnunartíma en ekki er hægt að bjóða upp á heimsendingarþjónustu.
Þá hafa Bjarni og Heiða hjá kaffihúsi Bakkabræðra einnig auglýst lokun hjá sér næstu daga.
Tomman hefur verið breytt opnunartíma sínum
Opið sunnud. til og með fimmtudag opið frá 18.00 til 20.30
föstudag og laugardag opið frá 18.00 til 22.00.
Allir eru hvattir til að bera grímu, vera í hönskum og spritta sig vel áður en farið er inn á fjölfarna staði. Einnig eru allir beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu.