Bjarni Gunnarsson íþrótta - og æskulýðsfulltrúi hefur fengið ársleyfi frá störfum hjá Dalvíkurbyggð og hefur tekið við starfi forstöðumanns Ungmenna - og tómstundabúða UMFÍ að Laugum í Sælingsdal í Dalasýslu. Að þessu tilefni vill Bjarni koma á framfæri þökkum til íbúa Dalvíkurbyggðar sem og samstarfsfólki fyrir samstarf síðustu ára.
Við starfi íþrótta - og æskulýðsfulltrúa hefur tekið Jón Heiðar Rúnarsson. Jón Heiðar er 33 ára með B.S. gráðu í rekstrarfræði með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri. Eiginkona hans er Jónína Hauksdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Naustatjörn. Jón Heiðar og Jónína eiga átta ára gamla dóttur og eru búsett á Akureyri.
Jón Heiðar mun hefja störf að fullu nú í kringum mánaðarmótin og sem fyrr verður starfsstöð íþrótta - og æskulýðsfulltrúa í Sundlaug Dalvíkur og vinnusíminn verður eftir sem áður 466 3133 og gsm 896 3133.
Netfang Jóns Heiðars er sundlaug@dalvik.is