Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk heldur barnamenningarhátíð þriðjudaginn 27. september í samstarfi við Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Félagsheimilið Árskóg. Hátíðin er styrkt af Tónlistarsjóði og Barnamenningarsjóði. 4-6 bekkur tekur þátt fyrir hönd Dalvíkurskóla og eru þau búin að vera að undirbúa sig með því að fara með vísur Látra Bjargar og kynna sér hana.
Unnið verður með um 100 grunnskólabörn og þeim sagt sögu Bjargar Einarsdóttur skáld- og sjókonu sem fæddist á Stærra Árskógi árið 1716.
Orgar brim á björgum
bresta öldu hestar.
Stapar standa tæpir
steinir margir veina.
Þoka úr þessu rýkur
þjóð ei spáir góðu.
Halda sumir höldar
hríð á eftir ríði.