Söfn Dalvíkurbyggðar og Menningarhúsið Berg og þá fyrst og fremst starfsfólk þessara stofnanna, óskar öllum íbúum Dalvíkurbyggðar gleðilegra jóla og kærleiksríkrar tíðar.
Við erum afar þakklát fyrir allar ykkar heimsóknir á árinu, þátttöku á viðburðum og falleg orð og hugsanir.
Við hlökkum til að starfa áfram í ykkar þágu og vinna að því enn frekar að auðga læsi, menningar- og listalíf í okkar fallega sveitarfélagi.
Bókasafnið og Menningarhúsið verður opið/lokað eftir því sem hér segir:
24. desember - Aðfangadagur: Lokað
25. desember - Jóladagur: Lokað
26. desember - Annar í jólum: Lokað
27. desember: Opið milli 11.00 -17.00
28. desember: Opið milli 13.00-16.00
30. desember: Opið milli 11.00-17.00
31. desember - Gamlársdagur: Lokað
1. janúar: Lokað
2. janúar: Hefðbundinn opnunartími 11.00-17.00
Bergi menningarhúsi | 620 Dalvík | Sími: 460-4930
Opnunartími:
Mán. - fös. 10:00-17:00
Lau. 13:00-16:00